addasteina.annáll.is

AnnállHeimiliStefnumótunTrúmálÞjóðlíf
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Blogg fjölskyldan

Adda Steina @ 22.17 9/11 + 1 ath.

Nú er Þórir farinn að blogga á Vísisblogginu. Ég dreif mig að setja upp blogg þar líka þó að ég kunni nú betur við þessa síðu – Ekki að ég hafi neitt sérstakt á móti frambjóðendum sem ég auglýsi á BlogCentral en mér finnst einhvern veginn að ég verði að kjósa þá fyrst þeir eru á minni síðu og það vekur angist..

Áfram…

Að byggja upp framtíðarsamfélag með innflytjendum

Adda Steina @ 22.02 9/11

Toshiki Toma er með prýðisgrein á bls. 16 í Blaðinu í dag, og setur þar umræðuna um innflytjendamál í ágætt samhengi.

Hann segir:

að mínu mati er aðalspurningin um mál innflytjenda tvenns konar: Í fyrsta lagi hvort fjölgun erlendra verkamanna sé of mikil og of hröð. Í öðru lagi hvað þjóðin á að gera til þess að byggja upp framtíðarsamfélag með innflytjendum.

Áfram…

Nóg gistirými í Betlehem

Adda Steina @ 12.53 28/12 + 2 ath.

Ef að Jósef og María kæmu til Betlehem um þessi jól væri nóg af rúmum í gistihúsinu. Hins vegar kann að vera að þeim hefði brugðið við háan múrinn sem liggur í gegnum aðalgötu bæjarins og lokar leiðinni inn. Og lokar fólkið inni. Fáir ferðamenn treysta sér til Betlehem um þessar mundir.

lesa áfram á trú.is

Ungur bloggari

Adda Steina @ 22.27 5/5

Björn sonur minn fékk gamla tölvu í afmælisgjöf frá afa sínum. Reyndar hafði afi hans uppfært tölvuna, keypt nýjan harðan disk og´íslenskt stýrikerfi þannig að gjöfin var orðin hin veglegasta. Og drengurinn er nettengdur. Hann dreif því í að setja upp vefsíðu í dag, þar sem fram koma hugleiðingar um uppstigningadag.

Pú, pú og pí, pí

Adda Steina @ 22.22 5/5

Þegar eldri sonur minn var fimm ára og sótti skóla í Almaty í Kazakstan, skiptum við vinkonurnar með okkur að sækja hann og þrjár norskar stúlkur í skólann, viku hver í senn. Nokkrar vikur var hópurinn, 3 – 5 ára heltekinn af kúk og piss bröndurum. Áfram…

Kyndilmessa

Adda Steina @ 08.56 2/2 + 2 ath.

Í dag er kyndilmessa. Sem barn lærði ég veðurspá tengda kyndilmessu sem hljóðar svo:
Áfram…

Linkur á hjálparstarfið

Adda Steina @ 19.32 30/12

Með því að ýta á þessa linka getur þú gefið til hjálparstarfs vegna hamfaranna í Asíu.

Upplýsingar um hvernig nálgast megi svona borða til að setja á eigin blogg eða heimasíðu eru hjá Örvari, sem sneið þetta http://orvar.blogg.is/2004-12/hjalpum

Hjálparstarf

Adda Steina @ 17.10 30/12

Það er erfitt að horfa á myndir frá Suðaustur Asíu um þessar mundir. Horfa á slasað fólk, líkpoka, örvæntingarfulla aðstandendur leita að ástvinum, grátandi foreldra, munaðarlaus börn. Þess vegna er gott að geta rétt hjálparhönd, t.d. í gegnum Hjálparstarf kirkjunnar.

Áfram…

Ofbeldi fyrir fullorðna

Adda Steina @ 21.51 21/12 + 3 ath.

Það er full ástæða til að vekja athygli á fréttum Stöðvar 2 um gróft ofbeldi í tölvuleikjum sem jafnvel eru gefnir börnum í jólagjöf. Sonur minn, 9 ára, kom heim úr bekkjarafmæli um daginn og hafði fengið pizzu og spilað Grand Theft Auto með bekkjarfélögunum.

Áfram…

Nýjar bækur eftir Iðunni Steinsdóttur

Adda Steina @ 23.22 17/12

Um daginn uppfærði ég heimasíðu móður minnar, Iðunnar Steinsdóttur. Hún er mikilvirkur og góður rithöfundur og í ár koma frá henni tvær bækur og ein hljóðbók.

Áfram…

« Fyrri færslur  

© addasteina.annáll.is · Færslur · Ummæli