addasteina.annáll.is

AnnállHeimiliStefnumótunTrúmálÞjóðlíf

« Ofbeldi fyrir fullorðna · Heim · Linkur á hjálparstarfið »

Hjálparstarf

Adda Steina @ 17.10 30/12/04

Það er erfitt að horfa á myndir frá Suðaustur Asíu um þessar mundir. Horfa á slasað fólk, líkpoka, örvæntingarfulla aðstandendur leita að ástvinum, grátandi foreldra, munaðarlaus börn. Þess vegna er gott að geta rétt hjálparhönd, t.d. í gegnum Hjálparstarf kirkjunnar.

Á vef Hjálparstarfins er sagt frá því hverja við erum að aðstoða með því að gefa til starfsins. Hjálparstarfið hefur þegar sent 1,5 milljón til Tamil Nadu og 1,5 milljón til Andra Pradesh.

Ég hef farið um þessi svæði í Andra Pradesh og Tamil Nadu, heimsótt hjálparstarf SAM og skóla kirknanna í AP. Þetta er fólk sem vinnur af hugsjón, þetta eru grasrótarsamtök sem geta gert kraftaverk fyrir takmarkað fé. Ég hvet sem flesta til að kynna sér starfið og styrkja þá neyðarhjálp sem nú fer fram. Síminn er 907 2002.

url: http://addasteina.annall.is/2004-12-30/17.10.54/

© addasteina.annáll.is · Færslur · Ummæli