addasteina.annáll.is

AnnállHeimiliStefnumótunTrúmálÞjóðlíf

« Linkur á hjálparstarfið · Heim · Pú, pú og pí, pí »

Kyndilmessa

Adda Steina @ 08.56 2/2/05

Í dag er kyndilmessa. Sem barn lærði ég veðurspá tengda kyndilmessu sem hljóðar svo:

Ef í kyrru sólin sest
á sjálfa kyndilmessu
snjóa vænta máttu mest,
maður, upp úr þessu.

Spurningin er hvort ég hafi lært þetta rétt, eða hvort þetta á að vera
Ef í kyrru sólin sest
á sjálfri kyndilmessu….

Alltjént er hér spáð snjóalögum ef sól sest í kyrra nóttina fyrir eða eftir kyndilmessu. Í gær var gott veður við sólarlag hér í Reykjavík. Veit það á eitthvað?

url: http://addasteina.annall.is/2005-02-02/08.56.55/

Athugasemdir

Fjöldi 2, nýjasta neðst

Binni @ 2/2/2005 15.49

Ég þekki tvær útgáfur: Ef í heiði sólin sest og Ef í heiði sólin sést. Þær merkja vafalaust báðar hið sama og þín útgáfa: Ef í kyrru sólin sest. Heiði merkir hér heiðríkja, blár himinn og þá er jafnan kyrrt loft. „K“ er að minnsta kosti ekki stuðull þarna.

Lokað er fyrir athugasemdir.

© addasteina.annáll.is · Færslur · Ummæli