addasteina.annáll.is

AnnállHeimiliStefnumótunTrúmálÞjóðlíf
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Ungur bloggari

22.27 5/5/05

Björn sonur minn fékk gamla tölvu í afmælisgjöf frá afa sínum. Reyndar hafði afi hans uppfært tölvuna, keypt nýjan harðan disk og´íslenskt stýrikerfi þannig að gjöfin var orðin hin veglegasta. Og drengurinn er nettengdur. Hann dreif því í að setja upp vefsíðu í dag, þar sem fram koma hugleiðingar um uppstigningadag.

Pú, pú og pí, pí

22.22 5/5/05

Þegar eldri sonur minn var fimm ára og sótti skóla í Almaty í Kazakstan, skiptum við vinkonurnar með okkur að sækja hann og þrjár norskar stúlkur í skólann, viku hver í senn. Nokkrar vikur var hópurinn, 3 – 5 ára heltekinn af kúk og piss bröndurum. Áfram…

Ofbeldi fyrir fullorðna

21.51 21/12/04 + 3 ath.

Það er full ástæða til að vekja athygli á fréttum Stöðvar 2 um gróft ofbeldi í tölvuleikjum sem jafnvel eru gefnir börnum í jólagjöf. Sonur minn, 9 ára, kom heim úr bekkjarafmæli um daginn og hafði fengið pizzu og spilað Grand Theft Auto með bekkjarfélögunum.

Áfram…

Jólaamstur

23.13 17/12/04 + 1 ath.

Þegar piparkökurnar fóru að hlaðast um bekki og von var á vanilluhringjum í selskapinn neyddist ég til að tæma nokkra jólasmákökubauka og fann þá talsvert af kökum frá í fyrra. Sem er skrítið því að mig minnir að ég hafi farið með allan afganginn í vinnuna og gefið fólki sem kunni gott að meta.

Áfram…

Að breyta vatni í vín

21.54 15/12/04 + 1 ath.

Það er erfitt að byrja aftur að skrifa á annál eftir langt hlé. Hlé, sem er ekki tilkomið af því að ég hef ekkert að segja – það vil ég taka skýrt fram – heldur af einstöku dáð – og dugleysi mínu. En nú er mál að linni – ég má til að benda á hinn frábæra þátt um Jesú og Jósefínu á Stöð 2.

Áfram…

Af framsóknarkanínunum brotthlaupnu

22.49 4/5/04 + 9 ath.

Hingað hringdi maður í gærkvöldi og spurði hvort við hefðum verið að auglýsa eftir kanínum. Eins og glöggir annálslesendur muna ef til vill struku kanínurnar Sprettur og Blakkur á kosningadaginn í fyrra. Þær voru sólgnar í allt grænt og ferskt og því var helst talið að þær hefðu yfirgefið okkur friðarsinnana og gengið í Framsóknarflokkinn.

Áfram…

Bænin um vorið

13.53 24/3/04 + 1 ath.

Sonur minn var að fara með bænirnar eitt kvöldið fyrir allnokkru þegar hann snéri sér að mér og spurði: Af hverju segjum við aldrei sumar, ef það til dæmis er sumar?

Ég hváði og áttaði mig ekki á spurningunni. Áfram…

Grýla í Smáranum

19.12 8/12/03

Ég fór í leikhús í gær með yngri syninum og tveimur vinkonum hans sem báðar teljast nýbúar. Önnur talar ágæta íslensku en hin kann aðeins örfá orð í íslensku en fleiri í ensku. Saman ræða þær á filippeyskri mállýsku, þó ekki Takalog. Áfram…

Semper victor

13.57 18/11/03 + 1 ath.

Eftirfarandi sögu rakst ég á í handriti bókar sem Skálholtsútgáfan er að gefa út. Bókin heitir Orð í gleði og er eftir sr. Karl Sigurbjörnsson, biskup. Áfram…

Lyktnæmir fagurkerar

21.34 17/11/03

Synir mínir eru afar lyktnæmir. Svo lyktnæmir að þeir geta varla burstað tennurnar. Sá eldri þolir ekki lykt af myntu og sá yngri þolir ekki barnatannkrem. En nú hefur hann fundið lausn sem bjargar honum frá gerfigómi um tvítugt. Áfram…

« Fyrri færslur ·

© addasteina.annáll.is · Færslur · Ummæli