addasteina.annáll.is

AnnállHeimiliStefnumótunTrúmálÞjóðlíf
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Að breyta vatni í vín

21.54 15/12/04 + 1 ath.

Það er erfitt að byrja aftur að skrifa á annál eftir langt hlé. Hlé, sem er ekki tilkomið af því að ég hef ekkert að segja – það vil ég taka skýrt fram – heldur af einstöku dáð – og dugleysi mínu. En nú er mál að linni – ég má til að benda á hinn frábæra þátt um Jesú og Jósefínu á Stöð 2.

Áfram…

Vinsælar syndir

15.59 5/4/04 + 3 ath.

Bókin syndirnar sjö eftir Jaakko Heinimäki sem kom út hjá Bjarti fyrir jól í íslenskri þýðingu Aðalsteins Davíðssonar mun hafa selst upp á fyrstu mánuðum. Það þóttu mér góðar fréttir en þó enn betri að nú skuli vera búið að prenta nýtt upplag.

Áfram…

Skriftaspegill

15.48 1/4/04

Á vef kirkjunnar er grein um skriftaspegil sem mér finnst áhugaverð. Höfundur hennar er sr. Kristján Valur Ingólfsson. Hann útskýrir skriftaspegil þannig:

Áfram…

Andlit atheismans

13.12 28/3/04 + 106 ath.

Rowan Williams, erkibiskup af Kantaraborg, ræðir um trúarbragðakennslu í skólum í erindi sem birt er á vef hans. Þar gerir hann meðal annars að umræðuefni hvað það þýði að kenna atheisma í trúarbragðakennslu, eins og lagt var til í skýrslu um til stjórnvalda. Áfram…

Glíman við Guð, völdin og lúterskar konur

16.42 21/1/04 + 2 ath.

Lútherski arfurinn var til umræðu í Hallgrímskirkju á örþingi í dag á örþing sem bar yfirskriftina: „Hversu lúthersk er . Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, séra Yrsa Þórðardóttir og séra Inþór Indriðason ræddu um lúterska arfinn frá ýmsum hliðum. Áfram…

Hann hlustar bara

14.09 18/11/03 + 1 ath.

Annað brot úr bókinni Orð í gleði eftir sr. Karl Sigurbjörnsson biskup. Bókin er að koma út hjá Skálholtsútgáfunni.

Blaðamaður spurði Móður Teresu hvað hún segði við Guð í bænum sínum.

Áfram…

Hvers konar kristin(n) ertu? Taktu prófið

22.45 17/11/03 + 8 ath.

Ég var að leita að upplýsingum á vefnum og datt óvart inn á síðuna christianity.about.com sem er amerísk vefsíða. Þar fann ég krossapróf sem átti að sýna mér svart á hvítu hvurs lags kristin ég er – frjálslynd, hófsöm, íhaldssöm, heittrúar. Áfram…

Rok og blessunardaggir

09.07 14/9/03

Grafarvogsdagurinn var haldinn hátíðlegur í Grafarvogi í gær. Þetta er árviss viðburður og yfirbragð hans hefur mótast af því að þennan dag er jafnan kalt, iðulega hvasst og oftast úrkoma.

Áfram…

Fréttir af þingi Lúterska heimssambandsins

19.03 30/7/03

Sumarið hefur ekki reynst mér góður annálaritunartími. Það er aðallega vegna þess að ég er alltaf á ferð og flugi á sumrin og þetta sumar er það stysta sem ég man eftir. Það er nú liðið að 2/3 og ég bara nýbyrjuð að njóta þess. Hins vegar hafa aðrir ritarar verið duglegri og ég vek athygli á annálaritun frá þingi Lúterska heimssambandsins sem greint er frá á vef kirkjunnar. Þar kemur meðal annars fram að sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir var kjörin í stjórnarnefnd sambandsins. Mér lýst vel á það og hlakka til að heyra af störfum hennar í framtíðinni.

Trúarbragðafræðsla í skólum

09.58 16/7/03 + 1 ath.

Mig langar að vekja athygli á grein Sigurðar Pálssonar, sóknarprests í Hallgrímskirkju, í Morgunblaðinu í dag. Hann fjallar þar um stöðu trúarbragðafræðslu á Íslandi og þar er meðal annars að finna hlutfallstölur um fjölda kristinna á Íslandi. Þessi grein fer vonandi á vef kirkjunnar innan tíðar.

« Fyrri færslur ·

© addasteina.annáll.is · Færslur · Ummæli