addasteina.annáll.is

AnnállHeimiliStefnumótunTrúmálÞjóðlíf
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Jólaamstur

Adda Steina @ 23.13 17/12 + 1 ath.

Þegar piparkökurnar fóru að hlaðast um bekki og von var á vanilluhringjum í selskapinn neyddist ég til að tæma nokkra jólasmákökubauka og fann þá talsvert af kökum frá í fyrra. Sem er skrítið því að mig minnir að ég hafi farið með allan afganginn í vinnuna og gefið fólki sem kunni gott að meta.

Áfram…

Að breyta vatni í vín

Adda Steina @ 21.54 15/12 + 1 ath.

Það er erfitt að byrja aftur að skrifa á annál eftir langt hlé. Hlé, sem er ekki tilkomið af því að ég hef ekkert að segja – það vil ég taka skýrt fram – heldur af einstöku dáð – og dugleysi mínu. En nú er mál að linni – ég má til að benda á hinn frábæra þátt um Jesú og Jósefínu á Stöð 2.

Áfram…

Af framsóknarkanínunum brotthlaupnu

Adda Steina @ 22.49 4/5 + 9 ath.

Hingað hringdi maður í gærkvöldi og spurði hvort við hefðum verið að auglýsa eftir kanínum. Eins og glöggir annálslesendur muna ef til vill struku kanínurnar Sprettur og Blakkur á kosningadaginn í fyrra. Þær voru sólgnar í allt grænt og ferskt og því var helst talið að þær hefðu yfirgefið okkur friðarsinnana og gengið í Framsóknarflokkinn.

Áfram…

Asasótt

Adda Steina @ 08.57 10/4 + 1 ath.

Ég las Fréttablaðið af áfergju í morgun, enda orðin þyrst í nýjan blaðapappír til að renna fingrum um, engin dagblöð í gær. Það var líka óvenjumargt sem mér fannst skemmtilegt eins og stúdía um prestlegasta prestinn, upplýsingar um messu við sólarupprás á Þingvöllum og umfjöllun sem tengdist páskum á einn eða annan hátt.

Áfram…

Vinsælar syndir

Adda Steina @ 15.59 5/4 + 3 ath.

Bókin syndirnar sjö eftir Jaakko Heinimäki sem kom út hjá Bjarti fyrir jól í íslenskri þýðingu Aðalsteins Davíðssonar mun hafa selst upp á fyrstu mánuðum. Það þóttu mér góðar fréttir en þó enn betri að nú skuli vera búið að prenta nýtt upplag.

Áfram…

Um hvað talar þú?

Adda Steina @ 13.54 2/4

Önnur hugleiðing úr skriftaspeglinum hans Kristjáns Vals.
Um hvað talar þú?

Áfram…

Skriftaspegill

Adda Steina @ 15.48 1/4

Á vef kirkjunnar er grein um skriftaspegil sem mér finnst áhugaverð. Höfundur hennar er sr. Kristján Valur Ingólfsson. Hann útskýrir skriftaspegil þannig:

Áfram…

Göran Persson vígður til prests í laumi

Adda Steina @ 12.36 1/4 + 12 ath.

Kyrkans tidning i Svíþjóð virðist halda upp á 1. apríl því að í dag er greint frá því að Göran Persson hafi tekið prestsvígslu í laumi á ferðalagi í Finnlandi.

Áfram…

Andlit atheismans

Adda Steina @ 13.12 28/3 + 106 ath.

Rowan Williams, erkibiskup af Kantaraborg, ræðir um trúarbragðakennslu í skólum í erindi sem birt er á vef hans. Þar gerir hann meðal annars að umræðuefni hvað það þýði að kenna atheisma í trúarbragðakennslu, eins og lagt var til í skýrslu um til stjórnvalda. Áfram…

Bænin um vorið

Adda Steina @ 13.53 24/3 + 1 ath.

Sonur minn var að fara með bænirnar eitt kvöldið fyrir allnokkru þegar hann snéri sér að mér og spurði: Af hverju segjum við aldrei sumar, ef það til dæmis er sumar?

Ég hváði og áttaði mig ekki á spurningunni. Áfram…

« Fyrri færslur   Næstu færslur »

© addasteina.annáll.is · Færslur · Ummæli